Tríó Fókus

Tríó Fókus

Tríó Fókus skipa Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzosópran söngkona, Margrét Th. Hjaltested víóluleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari. Meðlimir Tríó Fókus hafa til margra ára unnið saman og komið fram bæði hér heima og erlendis og hélt Tríó Fókus nú síðast hádegistónleika í Laugarneskirkju fyrir fullu húsi. Markmið tríósins er að flytja og kynna tónverk frá hinum ýmsu tímum fyrir miðju‐raddir söngs og hljóðfæris, mezzó raddar og víólu ásamt píanói. Einkenni þessara miðju‐radda eru mýkt, fegurð og dulúð. Tríó Fókus hefur lagt í mikla rannsóknarvinnu við að finna verk skrifuð fyrir þessa samsetningu, auk þess að útsetja þekkt lög. Á efnisskránni er blanda af þekktum sönglögum og minna þekktum verkum á ýmsum tungumálum sem eru því bæði áhugaverð fyrir íslenska áheyrendur sem og erlenda. Þar má m.a. nefna verk eftir Loeffler, Brahms, Bernstein, Caccini og þekkt íslensk sönglög.

Tríó Fókus hlaut nýlega styrk til tónleikahalds á landsbyggðinni frá Félagi íslenskra tónlistarmanna ‐ klassískri deild FÍH fyrir árið 2016. Þær munu halda tónleika á Sumartónleikum við Mývatn 2. júlí og í Bláu Kirkjunni á Seyðisfirði 13. júlí. Á stefnuskránni eru síðan fleiri tónleikar á landsbyggðinni og í Reykjavík. Í framhaldi mun Tríó Fókus leggja land undir fót til Maine fylkis og New York í Bandaríkjunum.

The chamber group Tríó Fókus is Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzo-soprano, Margrét Th. Hjaltested, violist and Gudrídur St. Sigurdardóttir, pianist. Its members collaborate regularly and have appeared in concerts both in Iceland and abroad. Recent season highlights include a sold­out concert in Reykjavík ́s Laugarneskirkja. Tríó Fókus ́ mission is to explore, enrich and perform the unique repertoire combining mezzo­ soprano, viola and piano, displaying the mysterious beauty of middle range voices. Their programming spans various countries and time periods. The wide repertoire of Trio Fókus includes standard works, arrangements and lesser-known pieces. The concert program this summer includes works by Loeffler, Brahms, Bernstein, Caccini, Baldvinsson and popular Icelandic songs.