Þetta ár stefnir í mikið söngár! Nú eru það hádegistónleikar með uppáhaldstónskáldinu Kurt Weill. Leikhúslög í Norðurljósasal Hörpu 2. júní kl. 12.15. Aðgangur ókeypis!
Monthly Archives: May 2015
Peter Grimes á Listahátíð
Ég mun syngja einni af uppáhaldsóperum mínum Peter Grimes á Listahátíð 22. maí. Það er hlutverkið Mrs. Sedley, skemmtilegt karakterhlutverk. Peter Grimes er eftir Benjamin Britten og er ein flottasta ópera 20. aldar. Mikið leikhús, gullfalleg tónlist og áhrifaríkar persónur. Sagan gerist í sjávarþorpi og á mikið erindi til okkar á Íslandi.