Söngnámskeið í sumar!

7. júní hefjast ný söngnámskeið fyrir byrjendur sem standa yfir til 2. júlí.

Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum kl 18.
Auk þess eru 2 einkatímar innifaldir á námskeiðinu, sem bókast eftir hentugleika.
Alls er námskeiðið 10 skipti í mánuð.

Kennd eru undirstöðuatriði í raddbeitingu; öndun, líkamsstaða, raddæfingar og sönglög.
Kennslan hentar bæði fyrir talrödd og söngrödd.

Auk þess verður farið í tónheyrn og nótnalestur; kennt að radda
(syngja í röddum)

Námskeiðið er ætlað byrjendum og er því ekki nauðsynlegt að hafa reynslu úr tónlist eða söng.