Nótnalestur – Hraðferð
6 vikna námskeið fyrir fólk með bakgrunn í tónlist. Kennt í tvo tíma vikulega á fimmtudögum kl. 17-19. Verð með námsefni 35.000.- fæst niðurgreitt af stéttarfélögum.
- Upprifjun
- Hröð yfirferð
- Hentar söngnemum og kórfólki með reynslu
- Grunnur og framhald í einu námskeiði
Tónfræði og nótnalesturnámskeið fyrir byrjendur
ATH! Námskeiðið er aðeins kennt einu sinni á ári á haustönn á miðvikudögum kl. 17. Námskeiðið hefst 12. september.
Námskeiðið stendur yfir í 12 vikur, kennt vikulega í tvo og hálfan tíma.
Verð 48.000 með námsefni og prófum og fæst niðurgreitt af helstu stéttarfélögum.
Á námskeiðinu verður eftirfarandi kennt:
- grunnur í tónfræði
- að þekkja nótur og takt
- að greina tóntegundir og takttegundir
- að telja rétt, greina og syngja tónbil og lög af blaði
- öll helstu tónlistarhugtök.
Námskeiðið hentar:
- Kórsöngvurum
- Söngnemendum
- Áhugafólki um tónlist og uppbyggingu hennar
- Sem upprifjun fyrir fólk með bakgrunn í tónlist, t.d. úr barnaskóla
Tónfræðinámskeið 2 – Vorönn 2013
- Framhald af tónfræði og nótnalestursnámskeiði fyrir byrjendur.
- Nemendur ljúka allri tónfræði þ.e. 4. 5. og 6. stigi.
Námskeiðið stendur yfir í 14. vikur, kennt er vikulega í tvo og hálfan tíma. Verð 54.000 með námsefni og prófum. Kennt á vorönn 2013.