Einsöngsnám og Stigspróf:

Einsöngsnám fer fram í einkakennslu og getur hver nemandi ráðið þar ferðinni í samráði við mig.

Við bjóðum upp á prógramm fyrir stigspróf, í formi einkatíma, samsöngstíma með tungumálakennslu og vikulegra tíma í tónfræði og nótnalestri og tónlistarsögu. Fræðigreinarnar fara fram í samstarfi við Söngskóla Sigurðar Dementz, en söngtímarnir eru hjá mér.

Ég met hvern nemanda í stig og í lok annar eða vetrarins er tekið próf með prófdómara.

Kennt er eftir staðlaðri námsskrá Menntamálaráðuneytisins.

Skólinn er skráður hjá Prófanefnd Íslands og fá því nemendur viðurkennd próf samkvæmd nýjum samræmdum prófum Prófanefndarinnar.

Þetta prógramm hentar þeim sem hafa verið í einkatímum og sungið lög af einhverju ráði; vilja taka námið fastari tökum og læra um leið alla aðra þætti sem snúa að söng, þ.e. fræðigreinar og tungumál.

Stigsnemendum gefst einnig kostur á að vera með í Sönghópnum og reyna þannig enn fremur á tónheyrn og nótnalestur.