Menningarnótt 2010

Næsta verkefni Spectrums er atriði á Menningarnótt, þar sem Ingveldur Ýr og Spectrum koma fram með tónleika í Þjóðmenningarhúsinu kl. 17 og Fríkirkjunni kl. 18.30

Flutt verða lög úr frægum söngleikjum á við Les Miserables, auk þekktra dægurlaga eins og Down to the river, You raise me up, For the longest time ofl.
Píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson. Þetta er núna í sjöunda skipti sem við komum fram á Menningarnótt og við lofum vandaðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna!

Blikandi Stjörnur verða einnig með atriði í Þjóðmenningarhúsinu kl. 14 og flytja þekkt íslensk dægurlög af sinni alkunnu snilld.