Forsala miða á ingveldur@gmail.com og í síma 898 0108 eða hjá Spectrum meðlimum.
Sönghópurinn Spectrum kemur til Akureyrar og Sauðárkróks helgina 28-29. september til þess að flytja verkið “Requiem” eða Sálumessu eftir John Rutter. Spectrum flutti verkið í Neskirkju í Reykjavík vorið 2012 við frábærar undirtektir. John Rutter er eitt helsta kórtónskáld í heiminum í dag. Einfaldleiki, stílhreinar sönglínur og aðgengileg tónlist hafa einkennt verk hans. Sálumessuna samdi hann skömmu eftir að hann missti föður sinn. Hann langaði að semja verk sem allir gætu notið, bæði lærðir og ólærðir í tónlist eins og faðir hans var. Verkið var frumflutt í Bandaríkjunum árið 1984 og varð strax gríðarlega vinsælt þar í landi, með um 500 uppfærslur strax á fyrsta ári. Hér á landi hefur það aðeins verið flutt einu sinni áður en okkur er sönn ánægja að kynna það betur.