Ég mun syngja einni af uppáhaldsóperum mínum Peter Grimes á Listahátíð 22. maí. Það er hlutverkið Mrs. Sedley, skemmtilegt karakterhlutverk. Peter Grimes er eftir Benjamin Britten og er ein flottasta ópera 20. aldar. Mikið leikhús, gullfalleg tónlist og áhrifaríkar persónur. Sagan gerist í sjávarþorpi og á mikið erindi til okkar á Íslandi.
Category Archives: Fréttir
Skemmtikvöld Sönghópsins Spectrum í kvöld!
Sönghópurinn Spectrum er á leið til Ítalíu í haust til að taka þátt í kórakeppni. Í tilefni þess verður haldin söngskemmtun í kvöld í safnaðarheimili Fríkirkjunnar kl. 19.30. Í boði verða söngatriði kórsins, bandið Lítil þríund kemur fram, auk veitinga og happdrætti með glæsilegum vinningum. Allur ágóði rennur í ferðasjóð kórsins. Miðar hjá mér, meðlimum Spectrum eða við innganginn og posi á staðnum. Þetta verður gaman!