Spectrum í Hörpu á Menningarnótt

Nú er komið að hinni skemmtilegu Menningarnótt, þar sem bærinn iðar enn meira af lífi og menningin fyllir hvert horn.

Við erum svo heppin að fá inni í Hörpu í ár með söngleikja, og dægurlagaprógramm. Spectrum mun syngja kl. 15 í Norðurljósasal og aðgangur ókeypis. Frábært tækifæri til að hlusta á bestu lögin okkar! Píanisti er Vignir Þór Stefánsson og með okkur spilar einnig Ársæll Másson á gítar. Spectrum syngur nú á Menningarnótt í tíunda sinn, en það er alltaf hápunktur sumarsins fyrir kórinn. Reyndar byrjaði sumarið á því að Spectrum söng í brúðkaupi hjá mér og manni mínum Ársæli, en það var kanske meira minn persónulegi hápunktur:)))Spectrum nærmynd

Jólatónleikar Sönghópsins Spectrum 3. desember

Nú er komið að árlegum jólatónleikum Sönghópsins Spectrum. Að þessu sinni verða þeir í Háteigskirkju, þriðjudagskvöldið 3. desember. Við fáum ýmsa gesti til okkar; unglingahóp og barnakór leikskólans Sunnuáss. Einnig spila með okkur þau Steinar Logi Helgason á píanó og orgel; Nína Lea Z. Jónsdóttir á fiðlu; Þorvaldur Ingveldarson á slagverk og Eggert Ólafsson spectrum-meðlimur leikur með á gítar í einu laginu. Dagskráin er fjölbreytt og vönduð að venju; ásamt þekktum “spectrum-útgáfum” af jólalögum höfum við bætt í sarpinn; m.a. “War is over” fræga jólalagið eftir John Lennon; Þrettán dagar jóla í útsetningu John Rutters og I’ll be home for Christmas ofl. Margir úr Spectrum taka sólólínur í lögunum og stjórnandinn – Ingveldur Ýr mun einnig syngja einsöng í Ave María eftir Caccini. Sem sagt skemmtun og líflegheit fyrir alla. Háteigskirkja er hlýleg og hátíðleg og nóg af bílastæðum. Tónleikarnir byrja kl. 20 og er miðasala og posi við innganginn. Miðaverð við inngang er kr. 2500.- en hægt verður að kaupa miða í forsölu hjá Spectrum meðlimum á kr. 2000.-