Nótnalestursnámskeið fyrir byrjendur hefst 12. september!

Langar þig að lesa nótur og greina tónbil? Læra lög hraðar og að geta raddað? Geta sungið af blaði í kór? Hitta betur á tóna? Þá er nótnalestursnámskeiðið málið!

Árlegt nótnalesturs og tónfræðinámskeið fyrir byrjendur hefst 5. september og stendur yfir í 12 vikur.

Kennt verður á miðvikudögum kl. 17-19.30 á Dvergshöfða 27. Verð með námsgögnum kr. 48.000.-

Kennari Ingveldur Ýr, MM music performance frá Manhattan School of Music.

sjá nánar á http://songstudio.africawebdesign.co.za/tonfraedinamskeid/

Söngtímar í sumar!

Hjá okkur er hægt að vera í söngtímum í sumar, hvort sem er vikulega eða sjaldnar. Undanfarin ár hefur fólk nýtt sér í auknum mæli að sinna slíkum áhugamálum á sumrin. Einnig hafa söngnemendur sem annars eru í löngu sumarfríi frá skólanum komið í söngtíma til þess að halda sér við, með fullu samþykki söngkennara síns að sjálfsögðu!

Einkatímar í sumar verða kenndir á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Hægt er að bóka tíma á ingveldur@gmail.com eða í síma 898 0108