Jólatónleikar með Spectrum í Fríkirkjunni, 5. desember

Sönghópurinn Spectrum heldur sína árlegu jólatónleika í Fríkirkjunni, mánudagskvöldið 5. desember 2011, kl. 20.

Flutt verða bæði sígild jólalög og minna þekkt jólalög frá ýmsum löndum.
Stjórnandi og einsöngvari er Ingveldur Ýr og píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson. Einnig koma óvæntir gestir af yngri kynslóðinni í heimsókn.

Jólatónleikar Spectrum í Fríkirkjunni

Flutt verða m.a. lögin:
White Christmas, I wonder as I wander, We’re walking in the air, Feliz navidad, Máríuvers, Betlehemstjarnan, Ó helga nótt, African noël, Have yourself a merry little Christmas, Sanctus úr Requiem eftir Rutter, Á jólanótt, Hvert er það barn, Christmas carol eftir Charles Ives og Hátíð fer að höndum ein.

Miðaverð: kr. 2000.- við innganginn,

eða kr. 1500.- í forsölu hjá félögum í Spectrum og á tölvupóstinum ingveldur@gmail.com

Frítt er fyrir 16 ára og yngri.

Tónfræðinámskeið á haustönn

Tónfræði og nótnalestursnámskeið fyrir byrjendur hefst 15. september.

Kennd verða grunnatriði í tónfræði, tónheyrn og nótnalestri og lýkur námskeiði með prófi í 3. stigi í tónfræði samkvæmt námsskrá Menntamálaráðuneytisins. Tónheyrn og nótnalestur er kenndur með þarfir söngvarans í huga. Námið er mjög einstaklingsmiðað og hentar öllum þeim sem vilja ná lengra í söngnum; auka þekkingu sína í tónlist og vera fljótari að læra lög. Einnig þeim sem þurfa að ljúka tónfræði í samræmi við grunn og miðnám í söng.

Skráning fer fram á netfanginu ingveldur@gmail.com

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 15. september kl. 17-19 og fer fram í Tröllaborgum 6.

Námskeiðið er 10 vikna og kostar 45.000.- með námsefni.

Hjá Söngstúdíóinu er tónfræði kennd í tveimur áföngum og hægt er að ljúka allri tónfræði á einum vetri. Tónfræði 1 er grunnnám þe. 1,2,3 stig auk byrjunar 4. stigs. Tónfræði 2. er 4. 5. og 6 eða svokallað miðnám. stig. Öllum námskeiðum lýkur með stöðluðu tónfræðiprófi.