Tónleikar 22. maí í Guðríðarkirkju

Vornámskeiðið er farið af stað og allir farnir að æfa sig heima og í bílnum. Bíllinn er sá staður sem flestir æfa sig, merkilegt nokk. Þess vegna lét ég útbúa æfingadiska sem fólk getur notað í bílnum! Vona samt að það hafi ekki neikvæð áhrif á umferðina:)

Á döfinni eru vortónleikar Spectrums og félaga, í Guðríðarkirkju 22. maí kl. 20. Miðaverð er 1500.- í forsölu (hjá félögum eða á ingveldur@gmail.com) og 2000.- við innganginn. Efnisskráin inniheldur syrpu af Gershwin slögurum og þekkt dægurlög í skemmtilegum útsetningum.

Ný námskeið hefjast eftir páska!

Næstu byrjendanámskeið hefjast miðvikudaginn 27. apríl kl. 20

5 vikna námskeið innihalda vikulega hóptíma og er einn einkatími innifalinn  á námskeiðinu og kennsludiskur að auki. Alls er námskeiðið í 6 skipti.

verð 35.000 – skráning er hafin á ingveldur@gmail.com

Þessi söngnámskeið eru ætluð þeim sem vilja fá undirstöðuatriðin á hreint.

Kennt er í hóptímum; öndun, raddæfingar, stuðning, líkamsstöðu ofl.

Tóneyrað er þjálfað með hnitmiðuðum æfingum og kennt að radda. Almenn sönglög sungin í hóp.

ATH! Námskeiðin fást niðurgreidd af flestum stéttarfélögum s.s. VR, Eflingu, BHM og fleirum.