Nýju námskeiðin byrja í dag!

Byrjendanámskeiðið byrjar í kvöld kl. 20. Þetta verður 5 vikna námskeið með einum einkatíma alls 6 skipti.  Grunnatriðin í raddbeitingu; öndun, líkamsstaða og raddæfingar verða kenndar en einnig unnið með tóneyrað og sungin létt almenn lög.

Hlakka til að byrja með nýjan hóp!

Í dag kl. 18 byrjar einnig framhaldsnámskeið í tónfræði fyrir þá sem hafa klárað tónfræði 1 með grunnstigi í tónfræði.

Öll námskeið eru kennd í Tröllaborgum 6 í Grafarvogi

Gleðilegt nýár!

Í janúar hefjast ný námskeið;

Byrjendanámskeið hefst mánudaginn 24. janúar,

skráning fer fram á ingveldur@gmail.com

Þetta eru fimm vikna námskeið með einkatíma og kennsludiski. Námskeiðsgjaldið er 35.000 og fæst niðurgreitt af flestum stéttarfélögum. sjá “Námskeið”

Framhaldsnámskeið í tónfræði og nótnalestri hefst einnig 24. janúar og stendur yfir í 10 vikur. Því líkur með 5. stigi í tónfræði.

Kennsla í einkatímum hefst mánudaginn 10. janúar.