Jólatónleikar í Fríkirkjunni 6. desember kl. 20

Jólatónleikar Spectums og Ingveldar Ýrar verða í Fríkirkjunni mánudagskvöldið 6. desember kl. 20. Píanóleikari verður Gróa Hreinsdóttir.

Þetta verða jólatónleikar fyrir alla fjölskylduna, þar sem flutt verða bæði þekkt jólalög auk jólalaga sem ekki hafa heyrst hér áður. Mikil stemmning og vandaður flutningur.

Miðaverð er 2000.- við inngang og 1500.- í forsölu í síma 898 0108 og á ingveldur@gmail.com

Lífsins karnival – Söngleikhús í Íslensku óperunni

Lífsins Karnival, er söngleikhús þar sem Ingveldur Ýr ásamt sérstökum gesti Garðari Thór Cortes, mun flytja lög af nýútkomnum geisladiski Ingveldar Ýrar, Portrett, auk þess Garðar Thór m.a. flytja lög úr söngleikjum. Einnig munu óvæntir leynigestir líta inn.
Hér er um að ræða sannkallað söngleikhús þar sem leikhúsi, söng og dansi er tvinnað saman í skemmtilegri sýningu, sem leikstýrt er af Ágústu Skúladóttur.
Hljóðfæraleikur er í höndum Antoníu Hevesi auk þess sem notast er við hljóðfæraleik af diskinum sjálfum, sem var í höndum Caput hópsins.
Miðasala í síma 511 4200 – miðaverð 2500.-