Námskeið og einkatímar í vetur

Námskeiðin fóru vel af stað í vikunni, Byrjendanámskeið í söng, og Námskeið í tónfræði og nótnalestri. Námskeiðin eru vel sótt og er gaman að sjá breiddina sem sækja þau í aldri og starfsgreinum.

Ný námskeið hefjast síðan á vorönn, í  janúar 2011.

Þó er hægt að byrja í einkatímum alla haustönnina, bara hafa samband á ingveldur@gmail.com

Skráning og fyrirspurnir vegna námskeiða og einkatíma fer fram á ingveldur@gmail.com

Ný söngnámskeið hefjast 6. september 2010!

Athugið breytta dagsetningu!

Söngnámskeið fyrir byrjendur verða kennd á mánudögum kl. 19.30
Kennd verða grunnatriðin í raddbeitingu; öndun, raddæfingar og tækni, auk þess verður gefin innsýn inn í tónheyrn og nótnalestur. Almenn sönglög og dægurlög sungin í hóp.
Á námskeiðinu er innifalinn einkatími og alls er námskeiðið í 6 skipti.

Verð 35.000 með kennsludiski og námsefni.
Skráning er hafin á ingveldur@gmail.com