Námskeið í tónfræði og nótnalestri

Í haust verða haldin tónfræði og nótnalestursnámskeið.
Þar verða kennd öll grunnatriðin í tónfræði og út frá því kennt að lesa nóturnar og syngja þær.
Unnið verður með tónheyrn, kennt að heyra og syngja tónbil og hljóma.

Námskeiðið er ætlað byrjendum, þe. þeim sem hafa ekki lært mikið í tónlist, eða þurfa upprifjun.
Námskeiðið er einnig tilvalið fyrir þá sem hafa verið í söng án þess að lesa nótur og vilja bæta sig á því sviði.
Stefnt er að því að námskeiðinu ljúki með grunnstigi í tónfræði samkvæmt námsskrá Menntamálaráðuneytisins.

Námskeiðið hefst byrjun september og stendur yfir í 7 vikur, kennt vikulega í tvo tíma. Þar af verða 45 mínútur notaðar í kennslu í grunnatriðum í nótnalestri og tónheyrn.
Verð 35.000 með kennsluefni, sem er núna samræmt efni frá Prófanefnd Íslands með tilheyrandi prófum.

Menningarnótt 2010

Næsta verkefni Spectrums er atriði á Menningarnótt, þar sem Ingveldur Ýr og Spectrum koma fram með tónleika í Þjóðmenningarhúsinu kl. 17 og Fríkirkjunni kl. 18.30

Flutt verða lög úr frægum söngleikjum á við Les Miserables, auk þekktra dægurlaga eins og Down to the river, You raise me up, For the longest time ofl.
Píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson. Þetta er núna í sjöunda skipti sem við komum fram á Menningarnótt og við lofum vandaðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna!

Blikandi Stjörnur verða einnig með atriði í Þjóðmenningarhúsinu kl. 14 og flytja þekkt íslensk dægurlög af sinni alkunnu snilld.