Kennsludiskur fyrir Talröddina!

Þriðji diskurinn í röðinni lærðu að syngja – Þessi er fyrir talröddina!

Í gegnum árin hef ég kennt mikið af námskeiðum í raddbeitingu fyrir talröddina.
Þá hefur mig oft vantað efni fyrir fólk til að æfa sig á, texta, upphitunaræfingar oþh.
Því hef ég útbúið þennan kennsludisk með leiðbeiningum, útskýringum, tækniæfingum, upphitunaræfingum, framsagnaræfingum og alls kyns heillaráð fyrir röddina.
Þetta er diskur sem hægt er að hafa í bílnum, ipodinum, græjunum heima, sem sagt alls staðar sem tækifæri gefst til æfinga. Fæst hjá mér gegn pöntun á netfangi ingveldur@gmail.com

Sönghópurinn Spectrum

Sönghópurinn Spectrum hefur nú verið starfandi síðan árið 2003.
Þetta er metnaðarfullur hópur, alltaf sungið nótnalaust á tónleikum og giggum, reglulegar æfingar á þriðjudagskvöldum kl. 20, alltaf hnitmiðaðar og einbeittar.
Ég vinn alltaf með raddbeitingu í byrjun æfinga og fer í ýmis atriði sem skipta megin máli tæknilega.
Sungið er í röddum ýmist með undirleik eða a capella og við miserfiðar útsetningar, þó er skilyrði að hafa lágmarkskunnáttu í nótnalestri og að vera með einhverja söngreynslu, td. úr söngtímum eða öðrum kór. Þetta er mikil æfing raddlega þar sem hver rödd í hópnum skiptir sköpum, enda er hópurinn ekki í “kórstærð” heldur ca. 13-16 manns. Ég syng sjálf oft einsöng með hópnum, svona til skrauts og stuðnings.

Spectrum hefur komið víða fram með mér sl. ár, td. söng hópurinn með mér á tónleikum á Bifröst í apríl, á jólatónleikum í Gerðubergi og Grafarvogskirkju ofl. Oft kemur Sönghópurinn fram með mér sem skemmtiatriði á árshátíðum í afmælisveislum og þess háttar mannfögnuðum.
Sönghópurinn syngur nú sjöunda árið í röð á Menningarnótt

Lagaval Spectrums er fjölbreytt, mikil áheyrsla er lögð á lög úr söngleikjum, sígild dægurlög, og einnig bandarísk þjóðlög.