Ný námskeið í október

Viltu ná árangri í eftirfarandi atriðum?
Sterkari en jafnframt þýðari rödd,
Öruggari framkoma,
Læra yfirvegaða öndun sem eykur úthald þitt á öllum vígstöðvum!
Vera “með” í hópsöng
Þjálfa tóneyrað sem þú jafnvel hélst að væri ekki í lagi
Kynnast ókeypis gleðigjafa

Þá ertu komin/nn á réttan stað á námskeið í raddþjálfun!

Námskeiðið hefst 23. október kl. 20 og er alls 5 skipti,
þar af 2 einkatímar þar sem hægt er að einbeita sér að sérhæfðum vandamálum og séróskum.
Á námskeiðinu fylgir kennsludiskur í söng fyrir byrjendur.
Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra raddbeitingu BÆÐI í tali og söng.
Verð 30.000 og fæst niðurgreitt af flestum stéttarfélögum
Skráning er hafin í tölvupósti ingveldur@gmail.com

Söngstund 4. desember

Söngstund hefur verið haldin núna mánaðarleg nokkur skipti í röð.
Þetta er hugsað sem skemmtistund, þar sem allir geta mætt sem langar til að syngja af hjartans list. Ég gef smá leiðbeiningar í byrjun og síðan eru sungin lög af öllu tagi.
Ekki er nauðsynlegt að hafa söngreynslu til að mæta, heldur er þetta meira hugsað sem kynning og vettvangur fyrir sönggleðina, því ekki hafa allir efni, tíma eða þor til að vera í kór eða reglulegum söngtímum.
Ég get amk. lofað að þið farið glaðari út en þið komuð inn!
Næsta Söngstund verður þann 4. des kl. 20 í Tröllaborgum 6 og nú verða jólalögin tekin.
Þátttökugjaldi er haldið í lágmarki kr. 1500.- og skráning fer fram hjá mér á netfangi:
ingveldur@gmail.com
Hlakka til að sjá sem flesta!
Ingveldur Ýr