Spectrum með Paul Phoenix 15. maí 2019 í Hafnarborg

Sérstakur gestur á vortónleikum Spectrum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Paul Phoenix, sem var um árabil í hinum heimsþekkta sextett The King‘s Singers. Spectrum hefur í tvígang sótt masterclass hjá Phoenix, en hann ferðast um þessar mundir um heiminn og tekur upp lög á nýja plötu með uppáhaldskórunum sínum. Um miðjan maí tekur hann upp tvö lög með Spectrum og syngur af því tilefni með okkur í Hafnarborg.Dagskrá tónleikanna inniheldur hina (ó)venjulegu blöndu Spectrum af poppi, djassi, þjóðlögum og klassík. Við syngjum eins og áður krefjandi útsetningar eftir þekkt nútímatónskáld og leitum víða fanga, bæði í íslenskri tónlist og erlendri. Þannig eru tvö lög sungin á swahili og við syngjum gelískan texta við lag eftir írska tónskáldið Michael McGlynn. Til stendur að Spectrum heimsæki McGlynn og sönghópinn hans Anúna, sem nýtur vinsælda víða um heim, síðar á árinu.Enn sem fyrr einkennir listrænn metnaður og léttleiki í bland tónleika Spectrum. Komdu eyrunum á óvart og skelltu þér á miða! Almennt miðaverð er 4.000 krónur og 1.000 krónur fyrir börn.Hljóðfæraleikarar á tónleikunum eru Einar Bjartur Egilsson á píanó, Ársæll Másson á gítar og Þorvaldur Ingveldarson á slagverk .Stjórnandi er Ingveldur Ýr.

Í jólaskapi með Spectrum í Langholtskirkju

Spectrum heldur árlega jólatónleika sína nú í Langholtskirkju ásamt hljóðfæraleikurunum Vigni Þór Stefánssyni, Hauki Gröndal, Gunnari Hrafnssyni og Þorvaldi Ingveldarsyni. Spectrum lofar Gleði, gæðum og galdri á tónleikunum!

Jólapeysumynd SpectrumAllir heyra eitthvað við sitt hæfi – við syngjum hefðbundin jólalög í bland við nýjar útsetningar á þekktum lögum, að ógleymdum perlum sem eru í uppáhaldi hjá Spectrum en heyrast ekki víða. Í fyrra sprengdum við Fríkirkjuna þannig að nú stækkum við húsnæðið og syngjum í Langholtskirkju, sem þýðir líka að við getum boðið upp á kakó og kleinur í hléinu. Það borgar sig samt að tryggja sér miða sem fyrst. Miðinn kostar 3600.- við inngang og á tix.is

Miðasala á Tix.is: https://tix.is/is/event/6866/i-jolaskapi-jolatonleikar-spectrum/?fbclid=IwAR3cFRX96VxMJMwsKh1sJKA0L3aLrN2EwdtldD8sF0OO0wLb26sbAatcI7Q