Helgarnámskeið í raddbeitingu

Helgarnámskeið í raddbeitingu

Vegna mikillar eftirspurnar hef ég sett á helgarnámskeið í
raddbeitingu. Aðaláheyrslan verður lögð á talröddina,
en þó nota ég söngraddaræfingar til að nálgast talröddina.
Einnig fer ég í framsögn og tjáningu, þar sem ég vinn með líkamsbeitingu, öndun
og líkamsstöðu.
Þátttakendur fá kennslu í grunnatriðum í raddtækni, sem skilar sér í
auknu úthaldi og raddstyrk.
Námskeiðið verður frá 10-14 báða dagana, 27 og 28. október.

Námskeiðið kostar 25.000 og er innifalinn einn einkatími að auki sem
bókast eftir hentugleika eftir námskeiðið.
Námskeiðið fæst niðurgreitt af öllum helstu stéttarfélögum, ss. VR,
Eflingu, BHM ofl.

Skráning er hafin í síma 898 0108
og á ingveldur@gmail.com
Kær kveðja
Ingveldur Ýr