Jólatónleikar með Spectrum í Fríkirkjunni, 5. desember

Sönghópurinn Spectrum heldur sína árlegu jólatónleika í Fríkirkjunni, mánudagskvöldið 5. desember 2011, kl. 20.

Flutt verða bæði sígild jólalög og minna þekkt jólalög frá ýmsum löndum.
Stjórnandi og einsöngvari er Ingveldur Ýr og píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson. Einnig koma óvæntir gestir af yngri kynslóðinni í heimsókn.

Jólatónleikar Spectrum í Fríkirkjunni

Flutt verða m.a. lögin:
White Christmas, I wonder as I wander, We’re walking in the air, Feliz navidad, Máríuvers, Betlehemstjarnan, Ó helga nótt, African noël, Have yourself a merry little Christmas, Sanctus úr Requiem eftir Rutter, Á jólanótt, Hvert er það barn, Christmas carol eftir Charles Ives og Hátíð fer að höndum ein.

Miðaverð: kr. 2000.- við innganginn,

eða kr. 1500.- í forsölu hjá félögum í Spectrum og á tölvupóstinum ingveldur@gmail.com

Frítt er fyrir 16 ára og yngri.