Nú ert allt farið vel af stað á nýju ári, Sönghópurinn æfir á þriðjudagskvöldum, Blikandi Stjörnur á miðvikudagskvöldum, auk þess sem ég er að æfa Söngraddir Reykjavíkur (kór Borgarstarfsmanna)í fjarveru Gróu Hreinsdóttur kórakraftaverkakonu.
Þar að auki er ég að kenna krökkum í Kvikmyndaskóla Íslands að syngja og tilvonandi íþróttafræðingum og kennurum í Háskólanum í Reykjavík að beita röddinni, svo þau klári sig nú ekki fyrir aldur fram. Merkilegt með talröddina, að það er hægt að nota svo margt úr söngtækni í talraddarbeitingu, þetta eru jú sömu raddböndin.
En það sem er á döfinni er nýtt byrjendanámskeið sem verður dagana 7. og 14. febrúar kl. 18.30. Þar verður farið verður í öll grunnatriði í raddbeitingu og söng og ætti þetta námskeið að henta öllum þeim sem vilja læra að beita röddinni. Námskeiðinu fylgja einnig 2 einkatímar sem hægt er að bóka eftir hentugleika. Námskeiðið kostar 25.000
Þónokkrir eru búinir að skrá sig og eru örfá pláss eftir. Hægt er að skrá sig á tölvupósti til mín á ingveldur@gmail.com
Kveðja
Ingveldur Ýr