Vortónleikar sönghópsins Spectrum á morgun!

Sönghópurinn Spectrum verður með vortónleika í Guðríðarkirkju, á morgun sunnudaginn 22. maí kl. 20.
Vorleg söngdagskrá með vönduðum útsetningum. Meðal laga eru Bridge over troubled water, Love me tender, Con te partirò,
Down to the river to pray, Gershwin-syrpa, bandarísk þjóðlög og fleira.

Stjórnandi: Ingveldur Ýr, píanóleikari: Vignir Þór Stefánsson
Miðaverð 1500.- í forsölu og 2000.- við innganginn.

Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og létt meðlæti í fallegu umhverfi Guðríðarkirkju.
Hlakka til að sjá sem flesta!

Leiðbeiningar í Guðríðarkirkju í Grafarholti má sjá hér á korti, en kirkjan uþb. 12 mínútna akstur frá miðbænum:
http://ja.is/kort/#q=index_id%3A1391524&x=365758&y=405414&z=9

Tónleikar 22. maí í Guðríðarkirkju

Vornámskeiðið er farið af stað og allir farnir að æfa sig heima og í bílnum. Bíllinn er sá staður sem flestir æfa sig, merkilegt nokk. Þess vegna lét ég útbúa æfingadiska sem fólk getur notað í bílnum! Vona samt að það hafi ekki neikvæð áhrif á umferðina:)

Á döfinni eru vortónleikar Spectrums og félaga, í Guðríðarkirkju 22. maí kl. 20. Miðaverð er 1500.- í forsölu (hjá félögum eða á ingveldur@gmail.com) og 2000.- við innganginn. Efnisskráin inniheldur syrpu af Gershwin slögurum og þekkt dægurlög í skemmtilegum útsetningum.