Ný námskeið hefjast eftir páska!

Næstu byrjendanámskeið hefjast miðvikudaginn 27. apríl kl. 20

5 vikna námskeið innihalda vikulega hóptíma og er einn einkatími innifalinn  á námskeiðinu og kennsludiskur að auki. Alls er námskeiðið í 6 skipti.

verð 35.000 – skráning er hafin á ingveldur@gmail.com

Þessi söngnámskeið eru ætluð þeim sem vilja fá undirstöðuatriðin á hreint.

Kennt er í hóptímum; öndun, raddæfingar, stuðning, líkamsstöðu ofl.

Tóneyrað er þjálfað með hnitmiðuðum æfingum og kennt að radda. Almenn sönglög sungin í hóp.

ATH! Námskeiðin fást niðurgreidd af flestum stéttarfélögum s.s. VR, Eflingu, BHM og fleirum.

Nýju námskeiðin byrja í dag!

Byrjendanámskeiðið byrjar í kvöld kl. 20. Þetta verður 5 vikna námskeið með einum einkatíma alls 6 skipti.  Grunnatriðin í raddbeitingu; öndun, líkamsstaða og raddæfingar verða kenndar en einnig unnið með tóneyrað og sungin létt almenn lög.

Hlakka til að byrja með nýjan hóp!

Í dag kl. 18 byrjar einnig framhaldsnámskeið í tónfræði fyrir þá sem hafa klárað tónfræði 1 með grunnstigi í tónfræði.

Öll námskeið eru kennd í Tröllaborgum 6 í Grafarvogi