Lífsins Karnival, er söngleikhús þar sem Ingveldur Ýr ásamt sérstökum gesti Garðari Thór Cortes, mun flytja lög af nýútkomnum geisladiski Ingveldar Ýrar, Portrett, auk þess Garðar Thór m.a. flytja lög úr söngleikjum. Einnig munu óvæntir leynigestir líta inn.
Hér er um að ræða sannkallað söngleikhús þar sem leikhúsi, söng og dansi er tvinnað saman í skemmtilegri sýningu, sem leikstýrt er af Ágústu Skúladóttur.
Hljóðfæraleikur er í höndum Antoníu Hevesi auk þess sem notast er við hljóðfæraleik af diskinum sjálfum, sem var í höndum Caput hópsins.
Miðasala í síma 511 4200 – miðaverð 2500.-
Námskeið og einkatímar í vetur
Námskeiðin fóru vel af stað í vikunni, Byrjendanámskeið í söng, og Námskeið í tónfræði og nótnalestri. Námskeiðin eru vel sótt og er gaman að sjá breiddina sem sækja þau í aldri og starfsgreinum.
Ný námskeið hefjast síðan á vorönn, í janúar 2011.
Þó er hægt að byrja í einkatímum alla haustönnina, bara hafa samband á ingveldur@gmail.com
Skráning og fyrirspurnir vegna námskeiða og einkatíma fer fram á ingveldur@gmail.com