Menningarnótt 2010

Næsta verkefni Spectrums er atriði á Menningarnótt, þar sem Ingveldur Ýr og Spectrum koma fram með tónleika í Þjóðmenningarhúsinu kl. 17 og Fríkirkjunni kl. 18.30

Flutt verða lög úr frægum söngleikjum á við Les Miserables, auk þekktra dægurlaga eins og Down to the river, You raise me up, For the longest time ofl.
Píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson. Þetta er núna í sjöunda skipti sem við komum fram á Menningarnótt og við lofum vandaðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna!

Blikandi Stjörnur verða einnig með atriði í Þjóðmenningarhúsinu kl. 14 og flytja þekkt íslensk dægurlög af sinni alkunnu snilld.

Kennsludiskur fyrir Talröddina!

Þriðji diskurinn í röðinni lærðu að syngja – Þessi er fyrir talröddina!

Í gegnum árin hef ég kennt mikið af námskeiðum í raddbeitingu fyrir talröddina.
Þá hefur mig oft vantað efni fyrir fólk til að æfa sig á, texta, upphitunaræfingar oþh.
Því hef ég útbúið þennan kennsludisk með leiðbeiningum, útskýringum, tækniæfingum, upphitunaræfingum, framsagnaræfingum og alls kyns heillaráð fyrir röddina.
Þetta er diskur sem hægt er að hafa í bílnum, ipodinum, græjunum heima, sem sagt alls staðar sem tækifæri gefst til æfinga. Fæst hjá mér gegn pöntun á netfangi ingveldur@gmail.com