Sönghópurinn Spectrum

Sönghópurinn Spectrum hefur nú verið starfandi síðan árið 2003.
Þetta er metnaðarfullur hópur, alltaf sungið nótnalaust á tónleikum og giggum, reglulegar æfingar á þriðjudagskvöldum kl. 20, alltaf hnitmiðaðar og einbeittar.
Ég vinn alltaf með raddbeitingu í byrjun æfinga og fer í ýmis atriði sem skipta megin máli tæknilega.
Sungið er í röddum ýmist með undirleik eða a capella og við miserfiðar útsetningar, þó er skilyrði að hafa lágmarkskunnáttu í nótnalestri og að vera með einhverja söngreynslu, td. úr söngtímum eða öðrum kór. Þetta er mikil æfing raddlega þar sem hver rödd í hópnum skiptir sköpum, enda er hópurinn ekki í “kórstærð” heldur ca. 13-16 manns. Ég syng sjálf oft einsöng með hópnum, svona til skrauts og stuðnings.

Spectrum hefur komið víða fram með mér sl. ár, td. söng hópurinn með mér á tónleikum á Bifröst í apríl, á jólatónleikum í Gerðubergi og Grafarvogskirkju ofl. Oft kemur Sönghópurinn fram með mér sem skemmtiatriði á árshátíðum í afmælisveislum og þess háttar mannfögnuðum.
Sönghópurinn syngur nú sjöunda árið í röð á Menningarnótt

Lagaval Spectrums er fjölbreytt, mikil áheyrsla er lögð á lög úr söngleikjum, sígild dægurlög, og einnig bandarísk þjóðlög.

Ný námskeið í október

Viltu ná árangri í eftirfarandi atriðum?
Sterkari en jafnframt þýðari rödd,
Öruggari framkoma,
Læra yfirvegaða öndun sem eykur úthald þitt á öllum vígstöðvum!
Vera “með” í hópsöng
Þjálfa tóneyrað sem þú jafnvel hélst að væri ekki í lagi
Kynnast ókeypis gleðigjafa

Þá ertu komin/nn á réttan stað á námskeið í raddþjálfun!

Námskeiðið hefst 23. október kl. 20 og er alls 5 skipti,
þar af 2 einkatímar þar sem hægt er að einbeita sér að sérhæfðum vandamálum og séróskum.
Á námskeiðinu fylgir kennsludiskur í söng fyrir byrjendur.
Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra raddbeitingu BÆÐI í tali og söng.
Verð 30.000 og fæst niðurgreitt af flestum stéttarfélögum
Skráning er hafin í tölvupósti ingveldur@gmail.com