Söngstund hefur verið haldin núna mánaðarleg nokkur skipti í röð.
Þetta er hugsað sem skemmtistund, þar sem allir geta mætt sem langar til að syngja af hjartans list. Ég gef smá leiðbeiningar í byrjun og síðan eru sungin lög af öllu tagi.
Ekki er nauðsynlegt að hafa söngreynslu til að mæta, heldur er þetta meira hugsað sem kynning og vettvangur fyrir sönggleðina, því ekki hafa allir efni, tíma eða þor til að vera í kór eða reglulegum söngtímum.
Ég get amk. lofað að þið farið glaðari út en þið komuð inn!
Næsta Söngstund verður þann 4. des kl. 20 í Tröllaborgum 6 og nú verða jólalögin tekin.
Þátttökugjaldi er haldið í lágmarki kr. 1500.- og skráning fer fram hjá mér á netfangi:
ingveldur@gmail.com
Hlakka til að sjá sem flesta!
Ingveldur Ýr
Verur og Vættir á Kjarvalsstöðum
á miðvikudaginn kl. 20 verðum við Inga&Gurry með tónleika á Kjarvalsstöðum.
Tónleikarnir eru Jónsmessutónleikar og hafa yfirskriftina Verur og Vættir.
Efnisskráin er frábær, við Gurry erum búnar að leggja mikla vinnu í að finna réttu lögin! Tónleikarnir sem eru á vegum FÍT og Kjarvalsstaða átti að vera eingöngu með íslenskum tónskáldum, og lögðum við því hausinn og eyrun í bleyti við að finna það rétta.
Við Gurry eigum auðvitað ýmislegt í handraðanum síðan við fórum til Kanada 2002 og sungum fullt af íslensku efni þar. (sjá inga&gurry á síðunni undir: english)
En á miðvikudaginn flytjum við lög eftir núlifandi höfunda; Atla Heimi, John Speight, Jón Ásgeirs, Tryggva Baldvins, Hildigunni Rúnars, Hjálmar H. Ragnars, Jón Þórarins og Jórunni Viðar. Í vikunni sem leið hittum við Jón Ásgeirs og Jórunni og unnum með þeim í lögunum. Það var mjög sérstakt að vinna lag með manneskjunni sem samdi lagið! Jórunn varð nýlega áttræð og spilar eins og herforingi á píanó! Hún sagði mér heilmikið til, mas. með Unglinginn í skóginum sem ég hef sungið milljón sinnum…
Alltaf lærir maður eitthvað