Sönghópurinn Spectrum

Sönghópurinn Spectrum hefur nú verið starfandi síðan árið 2003.
Þetta er metnaðarfullur hópur, alltaf sungið nótnalaust á tónleikum og giggum, reglulegar æfingar á þriðjudagskvöldum kl. 20, alltaf hnitmiðaðar og einbeittar.
Ég vinn alltaf með raddbeitingu í byrjun æfinga og fer í ýmis atriði sem skipta megin máli tæknilega.
Sungið er í röddum ýmist með undirleik eða a capella og við miserfiðar útsetningar, þó er skilyrði að hafa lágmarkskunnáttu í nótnalestri og að vera með einhverja söngreynslu, td. úr söngtímum eða öðrum kór. Þetta er mikil æfing raddlega þar sem hver rödd í hópnum skiptir sköpum, enda er hópurinn ekki í “kórstærð” heldur ca. 13-16 manns. Ég syng sjálf oft einsöng með hópnum, svona til skrauts og stuðnings.

Spectrum hefur komið víða fram með mér sl. ár, td. söng hópurinn með mér á tónleikum á Bifröst í apríl, á jólatónleikum í Gerðubergi og Grafarvogskirkju ofl. Oft kemur Sönghópurinn fram með mér sem skemmtiatriði á árshátíðum í afmælisveislum og þess háttar mannfögnuðum.
Sönghópurinn syngur nú sjöunda árið í röð á Menningarnótt

Lagaval Spectrums er fjölbreytt, mikil áheyrsla er lögð á lög úr söngleikjum, sígild dægurlög, og einnig bandarísk þjóðlög.