Nú er komið að afar skemmtilegum vortónleikum hjá sönghópnum Spectrum. Að þessu sinni verða tónleikarnir með kaffihúsasniði og fannst okkur því enginn staður betur til þess fallin en Café Rósenberg á Klapparstíg. Flutt verða þekkt lög úr heimi söngleikjanna, sem og vinsæl popp – og dægurlög. Má þar nefna lög eftir Jón Múla í útsetningu Skarpa/Skarphéðinn Þór Hjartarson; Eric Clapton og Bítlana; smelli úr West Side Story, Rent, Óperudraugnum og hinni vinsælu teiknimynd Frozen.
Stjórnandi Spectrum er Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söngkona og söngkennari. Þaulreyndir hljóðfæraleikarar munu leika undir með Vignir Stefánsson píanóleikara í fararbroddi.
Sviðshreyfingar eru hannaðar af Andreu Katrínu Spectrummeðlim.
Miðar fást í forsölu á kr. 1500.- hjá Spectrum meðlimum og Ingveldi Ýri, en kosta kr. 2000.- við innganginn á Rosenberg og þar er jafnframt posi.
https://www.facebook.com/events/708834139180927/