Vorboðinn á Café Rósenberg 21. maí kl. 21

Nú er komið að afar skemmtilegum vortónleikum hjá sönghópnum Spectrum. Að þessu sinni verða tónleikarnir með kaffihúsasniði og fannst okkur því enginn staður betur til þess fallin en Café Rósenberg á Klapparstíg. Flutt verða þekkt lög úr heimi söngleikjanna, sem og vinsæl popp – og dægurlög. Má þar nefna lög eftir Jón Múla í útsetningu Skarpa/Skarphéðinn Þór Hjartarson; Eric Clapton og Bítlana; smelli úr West Side Story, Rent, Óperudraugnum og hinni vinsælu teiknimynd Frozen.

Stjórnandi Spectrum er Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söngkona og söngkennari. Þaulreyndir hljóðfæraleikarar munu leika undir með Vignir Stefánsson píanóleikara í fararbroddi.
Sviðshreyfingar eru hannaðar af Andreu Katrínu Spectrummeðlim.

Miðar fást í forsölu á kr. 1500.- hjá Spectrum meðlimum og Ingveldi Ýri, en kosta kr. 2000.- við innganginn á Rosenberg og þar er jafnframt posi.

 

https://www.facebook.com/events/708834139180927/

Spectrum fer norður!

Forsala miða á ingveldur@gmail.com og í síma 898 0108 eða hjá Spectrum meðlimum.

Spectrum-flytur-Rutter-220x300Sönghópurinn Spectrum kemur til  Akureyrar og Sauðárkróks helgina  28-29. september til þess að flytja  verkið “Requiem” eða Sálumessu  eftir John Rutter. Spectrum flutti  verkið í Neskirkju í Reykjavík vorið  2012 við frábærar undirtektir.  John Rutter er eitt helsta  kórtónskáld í heiminum í dag.  Einfaldleiki, stílhreinar sönglínur  og aðgengileg tónlist hafa einkennt  verk hans. Sálumessuna samdi  hann skömmu eftir að hann missti  föður sinn. Hann langaði að semja  verk sem allir gætu notið, bæði  lærðir og ólærðir í tónlist eins og  faðir hans var. Verkið var frumflutt  í Bandaríkjunum árið 1984 og varð  strax gríðarlega vinsælt þar í landi,  með um 500 uppfærslur strax á fyrsta ári. Hér á landi hefur það aðeins verið flutt einu sinni áður en okkur er sönn ánægja að kynna það betur.