Mánudaginn 7. október hefst tónheyrnar og nótnalestursnámskeið.
Kennt verður vikulega í 8 vikur. Verð með námsefni 45.000.-
Þessi atriði verða kennd á námskeiðinu:
Grunnur í tónfræði sem undirstaða nótnalesturs; taktur, takttegundir, nótnaheiti, að þekkja tóntegundir og tónbil, heyra tóna úr hljómum og geta raddað. Námskeiðið hentar söngnemendum og kórfólki.