Námskeið í tónfræði og nótnalestri

Í haust verða haldin tónfræði og nótnalestursnámskeið.
Þar verða kennd öll grunnatriðin í tónfræði og út frá því kennt að lesa nóturnar og syngja þær.
Unnið verður með tónheyrn, kennt að heyra og syngja tónbil og hljóma.

Námskeiðið er ætlað byrjendum, þe. þeim sem hafa ekki lært mikið í tónlist, eða þurfa upprifjun.
Námskeiðið er einnig tilvalið fyrir þá sem hafa verið í söng án þess að lesa nótur og vilja bæta sig á því sviði.
Stefnt er að því að námskeiðinu ljúki með grunnstigi í tónfræði samkvæmt námsskrá Menntamálaráðuneytisins.

Námskeiðið hefst byrjun september og stendur yfir í 7 vikur, kennt vikulega í tvo tíma. Þar af verða 45 mínútur notaðar í kennslu í grunnatriðum í nótnalestri og tónheyrn.
Verð 35.000 með kennsluefni, sem er núna samræmt efni frá Prófanefnd Íslands með tilheyrandi prófum.