Tónfræði og nótnalestursnámskeið fyrir byrjendur hefst 15. september.
Kennd verða grunnatriði í tónfræði, tónheyrn og nótnalestri og lýkur námskeiði með prófi í 3. stigi í tónfræði samkvæmt námsskrá Menntamálaráðuneytisins. Tónheyrn og nótnalestur er kenndur með þarfir söngvarans í huga. Námið er mjög einstaklingsmiðað og hentar öllum þeim sem vilja ná lengra í söngnum; auka þekkingu sína í tónlist og vera fljótari að læra lög. Einnig þeim sem þurfa að ljúka tónfræði í samræmi við grunn og miðnám í söng.
Skráning fer fram á netfanginu ingveldur@gmail.com
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 15. september kl. 17-19 og fer fram í Tröllaborgum 6.
Námskeiðið er 10 vikna og kostar 45.000.- með námsefni.
Hjá Söngstúdíóinu er tónfræði kennd í tveimur áföngum og hægt er að ljúka allri tónfræði á einum vetri. Tónfræði 1 er grunnnám þe. 1,2,3 stig auk byrjunar 4. stigs. Tónfræði 2. er 4. 5. og 6 eða svokallað miðnám. stig. Öllum námskeiðum lýkur með stöðluðu tónfræðiprófi.