Verur og Vættir á Kjarvalsstöðum


á miðvikudaginn kl. 20 verðum við Inga&Gurry með tónleika á Kjarvalsstöðum.
Tónleikarnir eru Jónsmessutónleikar og hafa yfirskriftina Verur og Vættir.
Efnisskráin er frábær, við Gurry erum búnar að leggja mikla vinnu í að finna réttu lögin! Tónleikarnir sem eru á vegum FÍT og Kjarvalsstaða átti að vera eingöngu með íslenskum tónskáldum, og lögðum við því hausinn og eyrun í bleyti við að finna það rétta.
Við Gurry eigum auðvitað ýmislegt í handraðanum síðan við fórum til Kanada 2002 og sungum fullt af íslensku efni þar. (sjá inga&gurry á síðunni undir: english)
En á miðvikudaginn flytjum við lög eftir núlifandi höfunda; Atla Heimi, John Speight, Jón Ásgeirs, Tryggva Baldvins, Hildigunni Rúnars, Hjálmar H. Ragnars, Jón Þórarins og Jórunni Viðar. Í vikunni sem leið hittum við Jón Ásgeirs og Jórunni og unnum með þeim í lögunum. Það var mjög sérstakt að vinna lag með manneskjunni sem samdi lagið! Jórunn varð nýlega áttræð og spilar eins og herforingi á píanó! Hún sagði mér heilmikið til, mas. með Unglinginn í skóginum sem ég hef sungið milljón sinnum…
Alltaf lærir maður eitthvað