Vortónleikar Sönghópsins Spectrum verða 13. maí í Neskirkju kl. 20.
Að þessu sinni er dagskráin enn veglegri en áður; flutt verður Sálumessa eftir John Rutter með hljóðfæraleikurum og einsöngvara. Bretinn John Rutter er oft álitinn svolítill rokkari í heimi hinnar klassísku kórtónlistar og var markmið hans við tónsmíðar sálumessunnar að hún yrði aðgengileg öllum unnendum fallegrar tónlistar, en ekki bara þeim er lagt hafa stund á klassíska tónlist. Kórlög John Rutter eru mörgum vel þekkt, en Sálumessan – Requiem hefur afar sjaldan verið flutt hér á landi.
Stjórnandi er Ingveldur Ýr
Einsöngvari: Valdís G. Gregory
Auk sálumessunar mun Spectrum flytja falleg íslensk og erlend lög, t.d: Ave Maria eftir Caccini og Anthem úr söngleiknum Chess. Þar að auki syngja mæðgurnar Ingveldur Ýr og Jasmín Kristjánsdóttir Pie Jesu eftir Andrew Lloyd Webber.
Miðaverð er 2500.- við innganginn en kr. 2000 í forsölu hjá meðlimum í Spectrum.