Vorverk

Þessa dagana á allt að gerast!
Ég hef verið að kenna í Kvikmyndaskóla Íslands, á nýrri leiklistarbraut, og eru nemendur það með lokasýningu á morgun föstudag 18. apríl. Síðan er á döfinni sýning hjá Blikandi Stjörnum á vegum Listar án Landamæra, þar sem blandað er saman fötluðum og ófötluðum listamönnum. Hljómsveitin Svitabandið spilar með þeim þar.
Sönghópurinn minn og ég verðum með tónleika á Bifröst 30. apríl, og Söngraddir Reykjavíkur, þe. kór borgarstarfsmanna ætla að syngja á afmælis/vor-hátíð Árborgar þann 8. maí, á Eyrarbakka.
Ofan á allt þetta leggjast próf í grunnstigi hjá söngnemendum, auk þess sem ég er að æfa mína eigin rödd og reyna að vera sæmilegur reiðmaður á hestunum mínum tveimur, Nökkva og Eldi. Sem sagt gaman að lifa!!