Vinarþel í Seltjarnarneskirkju

Loksins loksins gat Spectrum haldið tónleika eftir að hafa æft óslitið frá því í fyrstu bylgju Covid. Hópurinn hefur lagt mikið á sig til þess að geta sungið, æft á zoom, æft í bílakjöllurum, skipt hópnum upp í allar mögulegar einingar og hvað eina. Fresta þurfti tónleikum tvisvar en í þriðja sinn gekk allt eftir og tónleikanir voru uppseldir.

Næst syngur Spectrum á Menningarnótt og þá geta aðdáendur fengið að sjá og heyra hluta tónleikanna.

Ljós og skuggi í Hafnarborg

Þriðjudaginn 6. apríl syngur Ingveldur Ýr á hádegistónleikum í Hafnarborg. Tónleikarnir bera yfirskriftina Ljós og skuggi og verða fluttar óperuaríur eftir Bizet, Caccini, Saint Saens og Menotti. Tónleikarnir verða í streymi vegna samkomubanns og er hægt að sjá þá á eftirfarandi link: https://livestream.com/accounts/15827392/events/9602555?fbclid=IwAR2gJ0e9TyF3-JzWh7voTuEG-ZlCySUlg8ze6e5Xp7PHQX_7cIyjM54a0kQ