Söngnámskeið

Söngnámskeið sem inniheldur kennslu í raddtækni og tónheyrn. Raddtæknikennsla er byggð upp á einföldum raddæfingum, öndun og kennslu í líkamsbeitingu. Kennd eru sönglög sem eru samsett til þess að efla tóneyra og raddtækni. Lögð er áheyrsla á að nemendur syngi hreint og áreynslulaust. Lagavalið er blanda af dægurlögum, þjóðlögum og létt-klassík. Farið verður í byrjunaratriði í tónheyrn og nótnalestri sem er aftur fléttað saman við sönglögin. Nemendur fá bæði sönglög og æfingar sem æfðar eru með æfingadiski í heimavinnu.

Kennt er vikulega á mánudögum kl. 17-18.30.  Einnig fær nemandinn 60 mínútna einkatíma mánaðarlega.  Námskeiðið hefst um miðjan september og stendur yfir í 14 vikur.

Námið hentar öllum þeim sem vilja fá góðan grunn í söngtækni og tónheyrn. Hópar eru  samansettir með getu og áhugasvið nemandans í huga. Ekki er um einsöng að ræða á þessu námskeiði.

Verð á námskeiðinu með námsefni og kennsludiski er kr. 105.000, sem hægt er að skipta í tvennt. Námskeiðið fæst niðurgreitt af flestum stéttarfélögum.

Skráning fer fram á ingveldur@gmail.com