Einkatímar

Söngkennsla fer oftast fram í einkatímum. Hægt er að vera í söngtímum frá september fram í maí. Söngkennari er Ingveldur Ýr.

Í einkatímum er söngkennslan sniðin að nemandanum og getur hann einnig ráðið ferðinni sjálfur, hversu oft hann kemur í tíma og hversu lengi hann heldur tímum áfram. Söngtími er 55 mínútna langur og flestir koma vikulega eða hálfsmánaðarlega í tíma.
Gefinn er stigvaxandi afsláttur af tímum, þe. 5 tíma „pökkum“ og 10-15-20 tíma „pökkum“.

Í einkatíma er farið yfir tækniatriði, öndun, opnun, líkamsstöðu og stuðning og gerðar æfingar til að læra inn á það.
Þegar nemandi er farinn að ná tökum á grunnatriðunum þá eru æfð lög í þeim tónlistarstíl sem nemandanum hentar. Það geta verið dægurlög, klassík, eða hvaða lagaval sem nemandinn vill.
Ég kem með uppástungur að lögum sem henta í raddþjálfun og sem hafa reynst góð til að æfa viss atriði.

Til að bóka tíma hafið samband með tölvupósti á ingveldur@gmail.com

———————-

Stigsnám eða einsöngsnám er staðlaðra nám en einkatímar. Ef nemandi hefur áhuga og getu, þá er ákveðið efnisval unnið í samráði við mig og samkvæmt námsskrá Menntamálaráðuneytisins. Þegar nemandi er tilbúinn er prófdómari fenginn frá Prófanefnd Íslands. Nemandi fer þá í svokölluð stigspróf; grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf.

Stigsprófum verða að fylgja fræðigreinar og er boðið upp á námskeið í tónfræði og nótnalestri einu sinni á ári, en fleiri fræðigreinar er hægt að sækja í samvinnu við tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. 

Stigsnám hentar þeim sem hafa verið í einhvern tíma í einkatímum og sungið klassísk lög á erlendum tungumálum; vilja taka námið fastari tökum og læra um leið alla aðra þætti sem snúa að söng, þ.e. fræðigreinar og tungumál.

Þess skal þó getið að engum sem kemur í einkatíma ber nein skylda til að fara í stigsnám, heldur er þetta val einstaklingsins!