Raddþjálfun – Talrödd

Námskeið og fyrirlestrar um talrödd eru haldin í fyrirtækjum og skólum.

Einnig er hægt að panta einkatíma í raddþjálfun fyrir talrödd. Fjöldi tíma er einstaklingsbundinn, en það má reikna með þremur tímum sem lágmarki. Einnig er tilvalið að fá sér kennsludiskinn Talrödd og æfa sig með honum.

Kennd eru eftirfarandi atriði:

  • Líffræði raddarinnar
  • Raddlegri sjálfsskoðun og raddgreiningu þátttakenda
  • Raddmöguleikar hverrar persónu skoðaðir
  • Framsögn og raddæfingar
  • Framkoma, líkamsstaða og líkamstungumál
  • Raddvandamál og forvarnir

Raddlegt álag fólks er talsvert í nútímasamfélagi. Fyrirtæki eru sífellt að auka kröfur sínar – en hlúa um leið að starfsfólki sínu með námskeiðum um allt sem snýr að gæðum og nýtingu, sem betur fer!
Stór og smá fyrirtæki hafa nýtt sér raddbeitingarnámskeið til muna undanfarin ár fyrir starfsfólk sitt og stjórnendur.

Námskeiðin hafa þann tilgang að bæta raddbeitingu fólks sem þarf að treysta á talrödd sína í starfi; vilja auka áhrif persónu sinnar meðbættari raddbeitingu, auknu úthaldi, styrk og sannfæringakrafti raddarinnar, auk þess að auka meðvitund um líkamsbeitingu og framkomu.  Ingveldur Ýr hefur kennt námskeið á eftirfarandi stöðum: Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Bifröst, Visa, Mastercard, VIS, Neyðarlínan, Esso, Menntaskólanum á Laugarvatni, auk þess að halda fjölmörg námskeið fyrir leikskóla og grunnskólakennara.

Verð á námskeiðum er 30.000 fyrir hvern klukkutíma  í kennslu

Verð á fyrirlestrum er 50.000-70.000

Verð á einkatímum fyrir talrödd er 14.000.- með kennsluefni og talraddardiski.

Einnig má benda á kennsludiskinn Talrödd sem er sérstaklega fyrir raddbeitingu í tali. Diskinn er hægt að panta á ingveldur@gmail.com og kostar 3000.-