Jólakonfekt Spectrum

Sönghópurinn Spectrum fagnar 20 ára afmæli í ár og á dagskrá jólatónleikanna okkar eru tuttugu uppáhaldslög, sem við höfum flutt á jólatónleikum þessa tvo áratugi.

Eins og í góðum konfektkassa eru hér molar við allra hæfi, íslensk og erlend jólalög, ný og eldforn, sígild tónlist, djass og dægurlög í bland – en allt eru þetta klassíkerar. Við syngjum í Seltjarnarneskirkju 4. og 7. desember kl. 20. Miðar á Tix.is https://tix.is/is/event/16458/jolakonfekt-spectrum/?fbclid=IwAR2shLvJT5gKFQyquKMQjK4dSRUFJ36n-i4-HsXAbSPkH1hbaWSvBt0WmRY