Tónfræði og nótnalestursnámskeið fyrir byrjendur eða lengra komna:
Hægt er að panta tónfræði og nótnalestursnámskeið fyrir byrjendur eða fyrir fólk með bakgrunn í tónlist. Námskeiðin fást niðurgreitt af stéttarfélögum.
Á námskeiðum fyrir lengra komna er farið í eftirfarandi:
- Upprifjun
- Hröð yfirferð
- Hentar söngnemum og kórfólki með reynslu
- Grunnur og framhald í einu námskeiði
Á námskeiðinu fyrir byrjendur er eftirfarandi kennt:
- grunnur í tónfræði
- að þekkja nótur og takt
- að greina tóntegundir og takttegundir
- að telja rétt, greina og syngja tónbil og lög af blaði
- öll helstu tónlistarhugtök.
Námskeiðið hentar:
- Kórsöngvurum
- Söngnemendum
- Áhugafólki um tónlist og uppbyggingu hennar
- Sem upprifjun fyrir fólk með bakgrunn í tónlist, t.d. úr barnaskóla