Leiklistarnámskeið fyrir söngvara
Námskeiðin eru helgarnámskeið og verður boðið upp á þau mánaðarlega í vetur.
Unnið er með leiktúlkun fyrir söngvara, almenna leiktækni og lausnir fyrir söngvarann varðandi sviðsframkomu, ráðleggingar varðandi stíl, gerðar æfingar í söng og leik til að losa um feimni, hömlur og stífni.
Aðaláheyrslan er á leiklistina, sem verður svo oft útundan í hinu tæknilega krefjandi söngnámi!