Athugið að söngnámskeið eru núna aðeins í formi einkatíma. Hægt er að panta hópnámskeið fyrir kóra, vinahópa eða þá sem taka sig saman og vilja slíkt.
Um námskeiðin:
Söngnámskeið sem inniheldur kennslu í raddtækni og tónheyrn. Raddtæknikennsla er byggð upp á einföldum raddæfingum, öndun og kennslu í líkamsbeitingu. Kennd eru einföld sönglög sem eru samsett til þess að efla tóneyra og raddtækni. Lögð er áheyrsla á að nemendur syngi hreint og áreynslulaust. Lagavalið er blanda af dægurlögum, þjóðlögum og létt-klassík. Farið verður í byrjunaratriði í tónheyrn og nótnalestri sem er aftur fléttað saman við sönglögin. Nemendur fá bæði sönglög og æfingar sem æfðar eru með æfingadiski í heimavinnu.
Námið hentar öllum þeim sem vilja fá góðan grunn í söngtækni og tónheyrn. Hópar eru samansettir með getu og áhugasvið nemandans í huga. Ekki er um einsöng að ræða á þessu námskeiði.
Námskeiðin fást niðurgreitt af flestum stéttarfélögum.
Skráning fer fram á ingveldur@gmail.com