Vegna fjölda áskoranna hefjast ný námskeið eftir páska.
Námskeiðin hefjast 12. apríl og standa yfir í mánuð.
Kennt verður í hóp og einkatímum; allt sem þú þarft að vita um raddbeitingu, byrjunarskref í nótnalestri og sönglög við hæfi allra aldurshópa.
Skráning fer fram í tölvupósti,
ingveldur@gmail.com
Category Archives: Fréttir
Ný námskeið að fara í gang!
Næstu námskeið hefjast 2. apríl og standa yfir í mánuð.
Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum. Auk þess eru 3 einkatímar innifaldir á námskeiðinu, sem bókast eftir hentugleika.
Kennd eru undirstöðuatriði í söng; öndun, líkamsstaða, raddæfingar og sönglög.
Kennslan hentar bæði fyrir talrödd og söngrödd.
Auk þess verður farið í tónheyrn og nótnalestur; kennt að radda
(syngja í röddum)
ATH! Námskeiðin fást niðurgreidd af flestum stéttarfélögum s.s. VR,
Eflingu, BHM og fleirum.
Skráning fer fram hjá mér í tölvupósti, ingveldur@hive.is