Í jólaskapi með Spectrum í Langholtskirkju

Spectrum heldur árlega jólatónleika sína nú í Langholtskirkju ásamt hljóðfæraleikurunum Vigni Þór Stefánssyni, Hauki Gröndal, Gunnari Hrafnssyni og Þorvaldi Ingveldarsyni. Spectrum lofar Gleði, gæðum og galdri á tónleikunum!

Jólapeysumynd SpectrumAllir heyra eitthvað við sitt hæfi – við syngjum hefðbundin jólalög í bland við nýjar útsetningar á þekktum lögum, að ógleymdum perlum sem eru í uppáhaldi hjá Spectrum en heyrast ekki víða. Í fyrra sprengdum við Fríkirkjuna þannig að nú stækkum við húsnæðið og syngjum í Langholtskirkju, sem þýðir líka að við getum boðið upp á kakó og kleinur í hléinu. Það borgar sig samt að tryggja sér miða sem fyrst. Miðinn kostar 3600.- við inngang og á tix.is

Miðasala á Tix.is: https://tix.is/is/event/6866/i-jolaskapi-jolatonleikar-spectrum/?fbclid=IwAR3cFRX96VxMJMwsKh1sJKA0L3aLrN2EwdtldD8sF0OO0wLb26sbAatcI7Q

Jól með Spectrum í Fríkirkjunni 12. desember

Nú er komið að árlegum jólatónleikum Spectrum. Þar verða flutt bæði hefðbundin og óhefðbundin jólalög frá ýmsum löndum. Þá má helst nefna Celtic silent night, eða Keltneskt Heimsumból sem Spectrum hefur fyrir löngu gert “að sínu”. Einnig Jinglebells og I wonder as I wander í útsetningu Rutter og Þorláksemessukvöld í útsetningu Skarpa. Kórinn mun einnig flytja Seal lullaby sem hann flutti einmitt í þáttunum Kórar Íslands í haust.

Meðleikarar eru Vignir Þór Stefánsson, Haukur Gröndal og Þorvaldur Ingveldarson.