Leiklistarnámskeið fyrir söngnema

Leiklistarnámskeið verður helgina 20 – 22. október

Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í leiklist, unnið með leiktúlkun fyrir söngvara. Kenndar eru almennar lausnir með söngvarann í huga. Ýmsar ráðleggingar gefnar varðandi stíl og framkomu; gerðar æfingar í söng og leik til að losa um feimni, hömlur og stífni.
Aðaláheyrslan er á leiklistina, sem verður svo oft útundan í hinu tæknilega krefjandi söngnámi!

Krafan um leiklistarhæfileika fer sífellt vaxandi í óperubransanum og oft alls ekki í samræmi við þá menntun sem við fáum í hefðbundnu söngnámi.
Flestir koma nokkuð “grænir” varðandi leiklistartækni úr söngnáminu enda fer mest af tíma okkar og orku í að vinna með röddina og krefjandi tónlist. Þá taka óperuleikstjórar við og ætlast oft til að við séum syngjandi fullmótaðir leikarar! Fæstir leikstjórar hafa þó tíma né þolinmæði til að kenna söngvurum leiktækni; menn verða oftast að “redda” sér með misgóðum árangri. Ýmislegt lærist jú með reynslu og með árunum, en gott er þó að fá grunnatriðin í veganesti.

Námskeiðin eru helgarnámskeið, byrja á föstudagskvöldi og standa fram á sunnudag.
Nemendur eiga að koma með þrjú verk utanbókar og er píanóleikari á staðnum.
Verð fyrir námskeiðið er 16.000
Skráning og upplýsingar í síma 898 0108