Jólatónleikar Spectrum í Fríkirkjunni 3. desember

Spectrum heldur árlega jólatónleika sína 3. desember kl. 20. Að þessu sinni verða tónleikarnir í Fríkirkjunni, enda er hún í miklu uppáhaldi hjá Spectrum.
Miðaverð er kr. 3000.- og posi við innganginn. 
Hægt verður að kaupa miða í forsölu hjá meðlimum Spectrum á kr. 2500.- fram til 1. desember. Frítt er inn fyrir 12 ára og yngri. 

Jólatónleikar Spectrum einkennast af mikilli jólastemmningu og fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Flutt verða þekkt lög við nýstárlegar útsetningar og falleg óþekktari lög. Píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson. Auk hans leikur Þorvaldur Ingveldarson á slagverk og Rannveig Rós Ólafsdóttir á flautu.

Spectrum jól - Fríkirkjan

Spectrum á Menningarnótt

Spectrum mun fremja sönggjörning í Tjarnarbíói á menningarnótt 22. ágúst kl. 17. Auk þess kemur Spectrum fram í Hörpu kl. 14 og syngur við opnun hátíðarinnar á Austurvelli kl. 13. Við verðum sem sagt að frá morgni til kvölds!

Sjá dagskrá menningarnætur á www.menningarnott.is