Jólatónleikar!

Á mánudaginn 10. desember nk. kl. 20 verð ég með tónleika í Gerðubergi með nemendum mínum.
Það eru aðallega Sönghópurinn (sem eftir 4 ára tilveru hefur enn ekki fengið annað nafn en “Sönghópurinn”) Blikandi Stjörnur sem er sönghópur fatlaðra og ég sjálf sem koma fram.
Við verðum með vandaða og skemmtilega jóladagskrá og það er alltaf stemmning á okkar tónleikum!
Miðaverð er 1000.- og frítt fyrir börn.

Síðasta námskeið fyrir áramót

Næsta námskeið verður haldið 19 og 26. nóvember kl. 18.30
Þetta er tveggja kvölda námskeið auk þess sem einn einkatími er innifalinn.
Einkatímann má bóka eftir hentisemi þátttakenda.

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja vinna með röddina bæði þá sem vilja vinna með söngröddina og líka þá sem vilja einungis talröddina.

Mín reynsla er sú að þegar gerðar eru einfaldar söngæfingar æfist talröddin mun betur en þegar einungis er unnið með talröddina, auk þess sem það er fjölbreyttara að vinna gegnum sönginn meðfram tali.
Þeir sem óttast að syngja þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur, því enginn þarf að syngja einsöng eða syngja flókin lög eða æfingar!

Námskeiðið kostar 25.000 og fæst niðurgreitt af flestum stéttarfélögum.

Þetta er jafnframt síðasta námskeiðið fyrir áramót, því næsta námskeið er um miðjan janúar.

Skráning er hafin á netfangið ingveldur@gmail.com eða í síma 898 0108