Jól með Spectrum í Fríkirkjunni 12. desember

Nú er komið að árlegum jólatónleikum Spectrum. Þar verða flutt bæði hefðbundin og óhefðbundin jólalög frá ýmsum löndum. Þá má helst nefna Celtic silent night, eða Keltneskt Heimsumból sem Spectrum hefur fyrir löngu gert “að sínu”. Einnig Jinglebells og I wonder as I wander í útsetningu Rutter og Þorláksemessukvöld í útsetningu Skarpa. Kórinn mun einnig flytja Seal lullaby sem hann flutti einmitt í þáttunum Kórar Íslands í haust.

Meðleikarar eru Vignir Þór Stefánsson, Haukur Gröndal og Þorvaldur Ingveldarson.